Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Herinn sér um sóttkví í Nýja-Sjálandi

17.06.2020 - 06:42
Mynd með færslu
 Mynd:
Nýsjálenski herinn hefur verið kallaður út til þess að sjá um að fylgja farþegum sem koma til landsins í sóttkví og halda þeim þar þangað til þeir verða prófaðir við COVID-19. Tveir farþegar frá Bretlandi komust úr einangrun áður en tekin voru úr þeim sýni. Þeir greindust svo með COVID-19. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagði það ekki mega endurtaka sig. 

Yfirvöld í Nýja-Sjálandi skima nú 320 einstaklinga sem farþegarnir tveir komust í návígi við. Það eru til að mynda farþegar sem komu með sama flugi, ferðamenn sem eru í sóttkví á sama hóteli í Auckland, auk starfsmanna hótelsins og áhafnar flugvélarinnar. 

Áður en tilfellin greindust í gær höfðu liðið 24 dagar frá því kórónuveiran hafði greinst síðast í Nýja-Sjálandi. Ardern tilkynnti í síðustu viku að landið væri laust við faraldurinn, en varaði þó um leið við því að hann gæti látið á sér kræla að nýju. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV