Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Tilnefndar til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs

Mynd með færslu
 Mynd: Samsett

Tilnefndar til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs

16.06.2020 - 12:47

Höfundar

Hildur Guðnadóttir og Veronique Vaka eru tilnefndar til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs fyrir hönd Íslands 2020.

Tilnefningar til Tónlistarveðrlauna Norðurlandaráðs voru kynntar í beinu streymi frá Kaupmannahöfn og London í dag. Tólf verk eru tilnefnd fyrir listrænt gildi sitt, þar á meðal eru poppplötur, kvikmyndatónlist, sinfóníur og konsertar.

Hildur Guðnadóttir er tilnefnd til verðlaunanna fyrir tónlistina í sjónvarpsþáttunum Chernobyl, sem hefur fært henni ófáar tilnefningar og verðlaun að síðustu, og Veronique Vaka er tilnefnd fyrir tónverkið Lendh. Þess ber einnig að geta að Janus Rasmussen raftónlistarmaður er tilnefndur fyrir hönd Færeyja, en hann hefur verið búsettur á Íslandi og starfað með íslensku tónlistarfólki um langt skeið.

Tilnefningar eru eftirfarandi:

Danmörk

 • Songs of doubt eftir Niels Rønsholdt
 • Symphony II for Sampler and Chamber Orchestra eftir Den Sorte Skole & Karsten Fundal

Finnland

 • Lake eftir 3TM
 • Konsertto neljäsosasävelaskelpianolle ja kamariorkesterille 

Færeyjar

 • VÍN eftir Janus Rasmussen

Grænland

 • Inuunerup oqarfigaanga / Livet skal leves på ny eftir Rasmus Lyberth

Ísland

 • Chernobyl eftir Hildi Guðnadóttur
 • Lendh eftir Veronique Vöku

Noregur

 • Lyriske stykker eftir Ørjan Matre
 • Theory of the Subject eftir Trond Reinholdtsen

Svíþjóð

 • Honey eftir Robyn
 • Acanthes eftir Andreu Tarrodi

Dómnefnd skipuð fulltrúum frá löndunum tilnefndi verkin tólf til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs. Frekari upplýsingar um tilnefnt tónlistarfólk má nálgast á vef Norðurlandaráðs.