Diego sem bjargaði tegund sinni með kynhvötinni í frí

16.06.2020 - 11:06
epa08487058 A handout photo made available by the Galapagos National Park shows workers as they transport 15 chelonians, including the famous Diego, to repatriate them to the Hispaniola island, at the Galapagos island, Ecuador, 14 June 2020 (issued 15 June 2020). Turtle Diego, a giant specimen that helped save his species by procreating 800 children, began the journey at dawn to the island from which he was apparently removed 87 years ago, after experts consider that there is no longer any danger of extinction.  EPA-EFE/Galapagos National Park HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - Galapagos National Park
Risaskjaldbakan Diego er sest í helgan stein, á hundrað ára afmæli sínu. Diego helgaði starfsævina merku og erfiðu verkefni, að bjarga tegund sinni. Hann er eitt fimmtán karldýra sem voru flutt til Galapagos-eyja fyrir áttatíu árum og og er faðir annarrar hverrar tvö þúsund skjaldbaka sem þar komust á legg. Diego vegur um áttatíu kíló, er tæpur metri á lengd og þykir einstakur fyrir kynhvöt sína og ástleitni.

Talið var að þessi risaskjaldbökutegund hefði dáið út fyrir um 150 árum, en henni var nær útrýmt vegna ofveiði. Og það er ekki síst fyrir dugnað Diegos að nú horfir til betri vegar. Karlarnir fimmtán voru fluttir á eyjuna Espanjólu í gær en rekkjubrögðin síðustu átta áratugi hafa farið fram á eynni Santa Cruz. Þar er inngripi yfirvalda nú lokið og vonast til að náttúran taki við; skjaldbökurnar haldi áfram að fjölga sér og kvensemi Diegos gangi í erfðir. 

Galapagoseyjar eru rúmlega 900 kílómetra vestur af Ekvador í Suður-Ameríku og eru þekktar fyrir einstakt plöntu- og dýralíf. Eyjarnar eru meðal annars á heimsminjaskrá UNESCO en dýrategundir sem finnast á eyjunni, þar á meðal skjaldbökur, höfðu mikil áhrif á rannsóknir Charles Darwin og þróunarkenningu hans.

Bjarni Pétur Jónsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi