Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Kúbanskir flóttamenn fundust í flutningabíl

15.06.2020 - 01:15
Vöruflutningabíll á þjóðvegi.
Myndin er úr safni. Mynd: Craig Phillip - RGBStock
Lögregla í Gvatemala fann á laugardaginn fimmtán Kúbverja sem höfðu þjappað sér saman í þröngu farmrými flutningabifreiðar.

Ætlun fólksins mun hafa verið að komast yfir landamærin til Bandaríkjanna. Talsmaður lögreglu segir að aðstæður þess hafi verið ómannúðlegar og lífshættulegar. Meðal fólksins var tveggja ára gamalt barn.

Ökumaður flutningabílsins hefur verið handtekinn, sakaður um tilraun til mansals. Kúbönunum hefur verið komið í öruggt skjól. Þúsundir koma frá Afríku, Asíu og Haítí á hverju ári til Mið- og Suður-Ameríku í þeim tilgngi að komast gegnum Mexíkó til Bandaríkjanna.

Fólkið leggur þetta á sig í leit að betra lífi.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV