Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Eric Clapton gerist hluthafi í Vatnsdalsá

15.06.2020 - 18:10
Mynd með færslu
 Mynd: úr einkasafni - RÚV
Eric Clapton, tónlistarmaður, er orðinn þriðjungshluthafi í hlutafélaginu G og P ehf. sem er með leigusamning við veiðifélag Vatnsdalsár.

Breytingarnar taka gildi næsta sumar. Mbl.is greindi fyrst frá. Sturla Birgisson, leiðsögumaður í Vatnsdalsá, og Björn Kristinn Rúnarsson eru einnig hluthafar í félaginu en Pétur Pétursson seldi sinn hlut.

Sturla hefur verið leiðsögumaður fyrir Clapton frá því að hann kom fyrst til landsins 2002 til laxveiða. Sturla segir að gnægtir af fiski, náttúruna og víðernið hafa heillað gítargoðsögnina sem hefur komið árlega til landsins síðan. 

Hann veiddi í fyrstu ár hvert í Laxá á Ásum fram til 2009 þegar hann hóf veiðar í Vatnsdalsá. Clapton ætlar ekki að láta heimsfaraldurinn stoppa sig og stefnir á að koma til landsins einnig í sumar í veiði.