Atómstöðin – endurlit er sýning ársins

Mynd: RÚV / RÚV

Atómstöðin – endurlit er sýning ársins

15.06.2020 - 21:36

Höfundar

Grímuverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu í kvöld. Sýningin Atómstöðin - endurlit var valin sýning ársins en Helgi Þór rofnar leikrit ársins. Atómstöðin í leikstjórn Unu Þorleifsdóttur og Eyður í uppsetningu Marmarabarna voru hlutskörpustu sýningar ársins með fern verðlaun hvor.

Þjóðleikhúsið var með níu verðlaun og Borgarleikhúsið með sex á Grímuverðlaunahátíðinni sem fram fór í kvöld. Heiðursverðlaun hlaut Ingibjörg Björnsdóttir og leikstjóri ársins er Una Þorleifsdóttir fyrir Atómstöðina. „Bæði bókin og sýningin fjalla um frelsi,“ segir hún í þakkarræðu sinni. „Mér finnst skrýtið að standa hérna frjáls manneskja á meðan fólk þarf að berjast með lífi sínu fyrir að hafa þetta frelsi og mætir fordómum, útskúfun og jaðarsetningu. Ég spyr: Er ekki komið nóg?“ Barnasýning ársins er Gosi, ævintýri spýtustráks í leikstjórn Ágústu Skúladóttur.

Leikari ársins í aðalhlutverki er Sveinn Ólafur Gunnarsson fyrir sýninguna Rocky sem Óskabörn ógæfunnar settu upp í samstarfi við Tjarnarbíó. Leikkona ársins í aðahlutverki er Ebba Katrín Finnsdóttir sem túlkaði Uglu í Atómstöðinni. Leikari ársins í aukahlutverki er Hilmir Snær Guðnason fyrir hlutverk sitt í Vanja frænda og Kristbjörg Kjeld er leikkona ársins í aukahlutverki fyrir frammistöðu sína í leikritinu Er ég mamma mín?

Verðlaun fyrir leikmynd ársins hlaut Finnur Arnar Arnarsson fyrir leikmynd í Englinum en búninga ársins átti Guðný Hrund Sigurðardóttir fyrir búningana í Eyðum. 

Ólafur Ágúst Stefánsson var verðlaunaður fyrir lýsingu ársins í Atómsstöðinni en tónlist ársins var eftir Gunnar Karel Másson sem samdi tónlistina fyrir Eyður. Hljóðmynd ársins var eftir Nicolai Hovgaard Johansen úr sýningunni Spills.

Söngvari ársins er Karin Thorbjörnsdóttir fyrir söng sinn í Brúðkaupi fígarós og dansari ársins er Shota Inoue fyrir sýninguna Þel. Dans og sviðshreyfingar ársins voru eftir Marmarabörn í sýningunni Eyður. Danshöfundur ársins er Katrín Gunnarsdóttir fyrir Þel. Sproti ársins að þessu sinni er Reykjavík dance festival Hér má sjá útsendingu kvöldsins í heild sinni þar sem Heimilistónar héldu uppi miklu fjöri og ýmis skemmtiatriði voru sýnd.

Allar tilnefningar og sigurvegarar kvöldsins voru:

 

Tengdar fréttir

Leiklist

Ingibjörg Björnsdóttir hlýtur heiðursverðlaun

Leiklist

Gríman 2020