
Lögregla vill geta truflað fjarskipti
Slík heimild er ekki fyrir hendi nú, en samkvæmt fjarskiptalögum er Fangelsismálastofnun nú eini aðilinn sem hefur heimild til að óska eftir slíkum truflunum.
Þar segir ennfremur að huga þurfi að breyttu umhverfi skipulagðar glæpastarfsemi og aukning netbrota. Í því sambandi þurfi að auka heimildir lögreglu til að fá aðgang að fjarskiptagögnum; samkvæmt núverandi lögum ná slíkar heimildir eingöngu til gagna sem þegar eru til, en í umsögninni er bent á nauðsyn þess að þær nái einnig til gagna sem kunni að verða til á meðan beðið sé dómsúrskurðar.
Hringingar í 112 án ástæðu verði refsiverðar
Í umsögninni segir að full þörf sé á að síendurteknar hringingar til Neyðarlínu án gildrar ástæðu verði gerðar refsiverðar. Lögregla hafi haft til meðferðar mál þar sem einstaklingar þykja hafa valdið verulegum truflunum á neyðarþjónustu með hundruðum símtala til Neyðarlínu, án þess þó að verið sé að óska neyðaraðstoðar. „Kann slíkt að skapa hættu á að aðrir borgarar, sem raunverulega þurfa á neyðaraðstoð að halda, ná ekki sambandi við neyðarþjónustu,“ segir í umsögn lögreglustjórans.
Þar segir að háttsemi af þessu tagi kunni í ákveðnum tilvikum að varða við ákvæði almennra hegningarlaga. Þar er lögð er refsing við því að gabba lögreglumenn, brunalið, björgunarlið eða annað hjálparlið með því að kalla eftir hjálp að ástæðulausu annars vegar eða með misnotkun brunaboða eða annarra hættumerkja hins vegar. „Lögreglustjóri telur allt að einu þörf á sambærilegu ákvæði þar sem skýrt væri kveðið á um að truflun eða ónæði í neyðarsímkerfum yrði gerð refsiverð,“ segir í umsögninni,