Hafliði vann að endursmíði bátsins frá haustinu 2019 en talið er að Bergsveinn Ólafsson, bóndi og skipasmiður í Bænum í Bjarnareyjum hafi upphaflega smíðað hann árið 1885.
Ólafur var í notkun allt til ársins 1962 en þá færði ekkja síðasta eiganda hans Sjóminjasafninu á Hellisandi bátinn að gjöf.
Á notkunartíma bátsins tók hann nokkrum breytingum, til dæmis var sett í hann vél á þriðja áratug síðustu aldar.
Eftir að nýr eigandi hafði fengið bátinn afhentan var hann sjósettur og honum róið um höfnina í Rifi.
Að því loknu var báturinn sýndur á Sjóminjasafninu á Hellissandi á sjómannadaginn.