Hertz fær leyfi til að bæta við hlutafé

13.06.2020 - 02:59
Mynd með færslu
 Mynd: Flickr
Bílaleigan Hertz sem í lok maí sótti um greiðslustöðvun í Bandaríkjunum og Kanada hefur fengið heimild til að auka hlutafé sitt um einn milljarð dollara. Slíkt er harla óvenjulegt í ljósi stöðu fyrirtækisins.

Verðmæti hlutabréfa í fyrirtækinu sveiflaðist mjög eftir að leyfið til greiðslustöðvunar var veitt.

Í byrjun júní var verðið orðið afar lágt en vonir standa til hagur fyrirtækisins vænkist með eftirspurn í hlutabréfin og hækkun sem leiðir af henni. Það virðist ætla að ganga eftir því að frá lokum síðustu viku hefur verðgildi hlutabréfanna þrefaldast.

Forvígisfólk fyrirtækisins segist ætla að fara sér hægt og vanda sig við sölu hlutabréfanna.

Vanalega lækkar verðgildi hlutabréfa fyrirtækja í greiðslustöðvun enda á endurgreiðsla á skuldum að ganga fyrir öðru. Wall Streat Journal telur að Hertz skuldi um það bil 19 milljarða dollara.

Sérfræðingar telja þó að bílaleigan geti hagnast á þeirri staðreynd að eigendur fjár sem erfitt er að ávaxta geti eygt hagnaðarvon í fyrirtækinu.

 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi