Fyrsta bíófrumsýningin eftir samkomubann

Mynd: Sena / Skjáskot

Fyrsta bíófrumsýningin eftir samkomubann

13.06.2020 - 13:43

Höfundar

Gamanmyndin Mentor er fyrsta íslenska bíómyndin - og raunar nýja bíómyndin almennt - sem verður frumsýnd eftir að samkomubanni lauk.

Mentor er þriðja mynd Sigurðar Antons Friðþjófssonar. Áður hefur hann gert myndirnar Snjór og Salóme og Webcam. Myndin fjallar um 17 ára stelpu sem langar að taka þátt í uppistandskeppni og leita aðstoðar hjá fyrrverandi Íslandsmeistara í uppistandi, sem tekur undirbúningnum talsvera meira alvarlega en hún. 

Með aðalhlutverk fara þau Sonja Valdin, sem var í samfélagsmiðlahópnum Áttunni, og Þórhallur Þórhallsson, sem sigraði einmitt sjálfur í keppninni um fyndnasta mann Íslands fyrir tólf árum. „Ég hef alltaf elskað uppistand frá því að ég man eftir mér,“ segir Sigurður Anton. „Svo hef ég verið í uppistandssenunni í mörg ár og alltaf langað að gera mynd en vantað vinkilinn. Síðan kynntist ég Sonju og Þórhalli og datt í hug að fjalla um tvær kynslóðir.“

Allar myndir Sigurðar eiga það sameiginlegt að fjalla um ungt fólk sem er að reyna að fóta sig í lífinu. „Ég hef ekki sterkara ímyndunarflug, ég geri myndir um mig og fólkið sem ég þekki og okkar raunveruleika,“ segir hann og bætir við að léttleikandi gamanmynd sé nákvæmlega það sem Íslendingum vantar eftir þennan þunga vetur. „Þetta er fyrsta nýja myndin í bíó eftir samkomubann, bæði íslenska myndin og fyrsta nýja myndin. Og ég held að þetta sé nákvæmlega það sem við þurfum.“ 

Tengdar fréttir

Kvikmyndir

Dæmisaga og Draugabær í heimabíói

Sjónvarp

Safna fyrir „gay“ sprautuklámmynd með vampírum