Þremur keppnum í Formúlunni aflýst

epa08249653 British Formula One driver Lewis Hamilton of Mercedes AMG GP in action during the official Formula One pre-season testing at Barcelona-Catalunya circuit in Montmelo, near Barcelona, Spain, 26 February 2020.  EPA-EFE/ENRIC FONTCUBERTA
 Mynd: EPA

Þremur keppnum í Formúlunni aflýst

12.06.2020 - 09:35
Formúlu 1 keppnum sem áttu að fara fram í Japan, Singapúr og Azerbaijan hefur verið aflýst.

Tímabilið í Formúlunni hefst með átta keppnum í Evrópu. Fyrsti kappaksturinn verður í Austurríki þann 5. júlí. Stjórn Formúlunnar greindi frá því fyrr í mánuðinum að stefnt væri að því að klára 15-18 keppnir áður en tímabilinu lýkur í desember en nú hefur verið greint frá því að ekki verður gerlegt að halda keppnir í löndunum þremur á þessu ári vegna COVID-19 faraldursins.

Nú hefur BBC greint frá því að allar líkur séu á að búið sé að bæta við tveimur keppnum á Hockenheim brautinni í Þýskalandi seinni hluta september. Auk þeirra keppna sem nú hefur verið aflýst í Japan, Singapúr og Azerbaijan er enn mikil óvissa með keppnir í Bandaríkjunum, Mexíkó og Brasilíu. Stefnt er að því að tímabilinu ljúki með keppnum Bahrein og Abu Dhabi.

Tengdar fréttir

Formúla 1

Formúlan hefst með átta keppnum í Evrópu