Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Hryðjuverk í mosku í Kabúl

12.06.2020 - 10:13
Afghan police arrive at the site of an explosion in a mosque, Friday, June 12, 2020, in Kabul, Afghanistan. A bomb exploded Friday inside a mosque in west Kabul causing deaths and injuries, an Afghan government official said. (AP Photo/Rahmat Gul)
Lögreglumenn á vakt við moskuna þar sem fjórir létust í sprengingu. Mynd: AP
Að minnsta kosti fjórir eru látnir og margir særðir eftir að sprengja sprakk í dag í mosku í Kabúl, höfuðborg Afganistans. Enginn hefur lýst árásinni á hendur sér. Ofbeldisverk hafa færst í aukana í landinu að undanförnu. Flest hafa þau verið rakin til hóps sem sagður er hluti af hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu. Fyrr í þessum mánuði sprakk sprengja í mosku í Kabúl. Þá lést sá sem stýrði bænahaldinu og átta særðust.
asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV