Að minnsta kosti fjórir eru látnir og margir særðir eftir að sprengja sprakk í dag í mosku í Kabúl, höfuðborg Afganistans. Enginn hefur lýst árásinni á hendur sér. Ofbeldisverk hafa færst í aukana í landinu að undanförnu. Flest hafa þau verið rakin til hóps sem sagður er hluti af hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu. Fyrr í þessum mánuði sprakk sprengja í mosku í Kabúl. Þá lést sá sem stýrði bænahaldinu og átta særðust.