Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Fawlty Tower til endurskoðunar vegna kynþáttafordóma

epa01883937 British actor John Cleese performs during rehearsals of his new one man show entiteld 'A Ludicrous Evening with John Cleese… or How to Finance Your Divorce' at the Oslo Concert House, in Oslo, Norway, 02 October 2009. Cleese will
 Mynd: EPA - Scanpix Norway

Fawlty Tower til endurskoðunar vegna kynþáttafordóma

12.06.2020 - 10:36

Höfundar

Þáttur úr gamanþáttaseríunni Fawlty Tower hefur nú verið tekinn úr spilun hjá bresku streymissveitunni UKTV, sem er í eigu breska ríkisútvarpsins BBC vegna kynþáttafordóma.

Greint er frá málinu í frétt á vef BBC. Hjá Netflix og Britbox, sem einnig er í eigu BBC, ber þessi sami þáttur nú viðvörun vegna orðfæris og kynþáttafordóma.

Gamanþættirnir þar sem leikarinn John Cleese lék skapstygga hótelstjórann Basil Fawlty komu út á áttunda áratug síðustu aldar og hafa síðan notið töluverðra vinsælda. Þátturinn sem nú er undir smásjánni er The Germans, eða Þjóðverjarnir, og þar heyrist Basil Fawlty segja „ekki minnast á stríðið“ í viðurvist þýskra gesta hótelsins. Vísar hótelstjórinn þar heimsstyrjaldarinnar síðari.

Þá sést ofurstinn, einn af fastagestum hótelsins, nota verulega móðgandi orð um krikketlið Vestur-Indía.

Cleese, sem auk þess að leika Fawlty var einnig einn af höfundum þáttanna, segir ákvörðunina vera „heimskulega“. Þátturinn væri augljóslega ætlaður sem gagnrýni á kynþáttafordóma.

„Eitt af því sem ég hef lært á síðustu 180 árum er að fólk hefur mjög mismunandi húmor,“ sagði Cleese í viðtali við dagblaðið The Age. „Sumir átta sig á að með því að láta þann sem maður vill gera grín að segja tóma vitleysu, þá er maður ekki að auglýsa skoðanir hans heldur að gera grín að viðkomandi.

Efnisveitan segir þáttinn hafa verið fjarlægðan á meðan að skoðun fari fram. Slíkt sé gert reglulega við gamalt efni til að tryggja að það standist kröfur áhorfenda til að mynda varðandi orðfæri.

Ákvörðunin tengist mótmælum gegn kynþáttafordómum sem efnt hefur verið til víða eftir að George Floyd var drepin af lögreglumanni í borginni Minneapolis í lok síðasta mánaðar og er þetta ekki eina skemmtiefnið sem hefur verið tekið til endurskoðunar.

Þannig hafa gamanþættirnir Little Brittain einnig verið fjarlægðir af streymisveitunum af sömu ástæðu og þá var greint frá því í vikunni að HBO hefði tekið óskarsverðlaunamyndina Gone with the Wind, eða Á Hverfanda hveli, úr sýningu vegna þeirrar myndar sem þar er dregin upp af svörtum.

Tengdar fréttir

Erlent

Kristófer Kólumbus afhöfðaður og fleygt í vatn

Erlent

Dauði Floyds birtingamynd rótgróins kynþáttahaturs