Arnór í Árbæinn

Mynd með færslu
 Mynd: Swansea

Arnór í Árbæinn

12.06.2020 - 19:00
Karlalið Fylkis í knattspyrnu heldur áfram að bæta við sig leikmönnum og þá sérstaklega leikmönnum sem geta leikið framarlega á vellinum fyrir átökin í úrvalsdeildinni sem hefst á morgun.

 

Arn­ór Borg Guðjohnsen sonur Arnórs Guðjohnsen hef­ur rift samn­ingi sín­um við velska fé­lagið Sw­an­sea City og samið við Árbæinga um að leika með Fylki í sumar.

Fótbolti.net greindi fyrst frá þessu í dag en Arnór hefur æft og leikið með liðinu undanfarnar vikur. Hann er 19 ára gam­all sókn­ar­maður og hef­ur verið í röðum Sw­an­sea í þrjú ár en lék áður með yngri flokk­um Breiðabliks. 

Í gær fékk liðið til sín varnarmanninn Arnór Gauta Jónsson frá Aftureldingu og þá þykir líklegt að framherjinn knái Geoffrey Castillion gangi í raðir liðsins áður en langt um líður.