Óleyfilegu þyrluflugi vísað til danska hersins

Herstjórn danska sjóhersins á Grænlandi mun gera skýrslu um óleyfilegt þyrluflug danska varðskipsins Hvítabjarnarins yfir Gullfoss í gær svo slíkt flug verði ekki endurtekið. 
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Guðmunduri Bergkvist - RÚV
Þyrlan nærri göngustígum á neðra svæðinu við Gullfoss.

Við fréttatökur við Gullfoss í gær náðust myndir af Sikorsky þyrlu fljúga fljúga afar lágt yfir gljúfrin og upp með Gullfossi. 

Umhverfisstofnun brást strax við málinu eftir sjónvarpsfréttir í gærkvöld. 

Hvað giskarðu á að þyrlan hafi verið í mikilli hæð?

„Ja, svona gróft séð kannski um 100 til 200 metra svona yfir útsýnisstaðnum þarna við Gullfoss.“ 

Það er óleyfilegt?

„Já,“ segir Ólafur Jónsson sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun.  

Samkvæmt skilmálum í verndaráætlun, sem á við friðlýst svæði eins og Gullfoss er, er gert ráð fyrir megi ekki fljúga neðar en 1000 fet eða um 300 metra en almennt er bannað að fljúga neðar en 150 metra í dreifbýli. 

„Það sem við höfum gert er að við höfum sett okkur í samband við utanríkisráðuneytið sem að mun setja sig í samband við danska sendiráðið og koma á framfæri ábendingum til danska hersins varðandi þetta mál.“

Utanríkisráðuneytið gerir herstjórn á Grænlandi viðvart

Í svari utanríkisráðuneytisins síðdegis við fyrirspurn Fréttastofu segir að þyrlan hafi verið í ferjuflugi frá danska varðskipinu Hvítabirninum sem er við Færeyjar að danska varðskipinu Triton sem var í Reykjavíkurhöfn. 

Segir þar að skilaboðum um lágmarksflughæð í dreifbýli og á verndarsvæðum hafi þegar verið komið til herstöðvar danska stjóhersins á Grænlandi sem muni skrifa skýrslu um málið sem send verði höfuðstöðvum hersins í Danmörku þar sem málið verði tekið fyri svo hægt sé að koma í veg fyrir að flug sem þetta endurtaki sig.

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Grímur Sigurðsson - RÚV
Ólafur Jónsson.
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Guðmunduri Bergkvist - RÚV
Þórdís Arnljótsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi