Hóta Alþjóða sakamáladómstólnum

epa04955313 Prosecutor Fatou Bensouda waits for former Congo Vice President Jean-Pierre Bemba to enter the court room of the International Criminal Court (ICC) to stand trial with Aime Kilolo Musamba, Jean-Jacques Mangenda Kabongo, Fidele Babala Wandu and
Fatou Bensouda, aðalsaksóknari við Alþjóða sakamáladómstólinn í Haag. Mynd: EPA - AP POOL VIA ANP
Bandaríkjastjórn hótar refsiaðgerðum fari svo að Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn ákæri bandaríska hermenn fyrir stríðsglæpi í Afganistan. Fullyrt er að Rússar hafi óeðlilega mikil ítök í dómstólnum.

Starfsmenn sakamáladómstólsins ICC hafa að undanförnu rannsakað athæfi bandarískra hermanna í stríðinu í Afganistan þrátt fyrir áköf mótmæli stjórnvalda í Washington. Donald Trump forseti fyrirskipaði í dag að hver sá starfsmaður dómstólsins sem sækti bandaríska hermenn til saka fyrir meinta stríðsglæpi skyldi beittur refsiaðgerðum. Kayleigh McEnany, blaðafulltrúi forsetaembættisins, sagði að aðgerðir dómstólsins væru árás á réttindi bandarískra ríkisborgara og fullveldi Bandaríkjanna. Þá sagði hún vísbendingar um óstjórn og spillingu innan dómstólsins.

Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna bætti um betur í yfirlýsingu til fjölmiðla. Þar sakaði hann Rússa og fleiri þjóðir um að ráðskast með Alþjóða sakamáladómstólinn.

Stjórnvöld í Washington eru þegar farin að beita starfsmenn dómstólsins þrýstingi. Vegabréfsáritun Fatou Bensouda yfirsaksóknara til Bandaríkjanna hefur verið numin úr gildi. Bandaríkjastjórn hefur aldrei viðurkennt dómsvald réttarins. George Bush, fyrrverandi forseti, hvatti þjóðir heims til að sniðganga hann.

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi