Heilbrigðisráðherra boðar til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan tvö í dag. Opnun landamæranna eftir tæpa viku er meginefni fundarins, framkvæmd sýnatöku á landamærunum og viðbúnaður í heilbrigðiskerfinu.
Auk Svandísar Svavarsdóttur ráðherra situr þríeykið svokallaða fyrir svörum; Alma Möller, landlæknir, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn ásamt Óskari Reykdalssyni forstjóra heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Fundurinn verður í beinni útsendingu í sjónvarpinu, Rás 2 og á vef okkar, RÚV.is