Netárás á verksmiðjur Honda

10.06.2020 - 03:10
Erlent · Bílar · COVID-19 · viðskipti
epa07431632 A Honda automotive logo on a vehicle in Alexandria, Virginia, USA, 12 March 2019. Honda announced it will voluntarily recall about 1.1 million Honda and Acura vehicles in the US to replace defective Takata driver's side airbag inflators. The models involved in the recall were previously recalled and repaired using specific Takata desiccated replacement inflators.  EPA-EFE/ERIK S. LESSER
 Mynd: EPA - RÚV
Framleiðsla í verksmiðjum japanska bílaframleiðandans Honda í Tyrklandi, Brasilíu og á Indlandi hefur verið stöðvuð um hríð.

Lokunin kemur í kjölfar netárásar á ellefu verksmiðjur fyrirtækisins í vikubyrjun.

Þær eru víða um heim, fimm eru í Bandaríkjunum og hafa þær allar verið gangsettar að nýju.

Enn er verið að rannsaka málavöxtu en fullyrt er að árásin hafi takmörkuð áhrif á athafnir fyrirtækisins á heimsvísu.

Bílaframleiðendur, Honda þar á meðal, hafa orðið fyrir verulegum skakkaföllum vegna kórónuveirufaraldursins enda hefur sala á nýjum bifreiðum dregist verulega saman.

Honda gerir ráð fyrir að hagnaður fyrirtækisins verði af þeim sökum ríflega 25% minni á yfirstandandi fjárhagsári en því síðasta.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi