Federer missir af tveimur risamótum vegna meiðsla

epaselect epa07810810 Roger Federer of Switzerland hits a return to David Goffin of Belgium during their match on the seventh day of the US Open Tennis Championships the USTA National Tennis Center in Flushing Meadows, New York, USA, 01 September 2019. The US Open runs from 26 August through 08 September.  EPA-EFE/BRIAN HIRSCHFELD
 Mynd: EPA

Federer missir af tveimur risamótum vegna meiðsla

10.06.2020 - 15:09
Svisslendingurinn Roger Federer leikur ekki meiri tennis á þessu tímabili vegna meiðsla. Federer kemur því til með að missa af bæði Opna bandaríska mótinu og Opna franska í lok sumars.

Federer, sem hefur unnið 20 risamót í tennis á ferlinum, fór í aðgerð á hné í febrúar en endurhæfingin hefur ekki gengið sem skildi.

Federer er launahæsti íþróttamaður heims en þessi 38 ára kappi er hvergi nærri hættur. „Ég hlakka til að sjá alla á mótaröðinni í upphafi tímabilsins 2021,“ sagði Federer og bætti við. „Rétt eins og fyrir tímabilið 2017 ætla ég að taka mér þann tíma sem ég þarf til að mæta 100% tilbúinn á tennisvöllinn og spila í hæsta gæðaflokki.“

Þar vísar Federer í tímabilið 2017 en árið áður hafði hann glímt við erfið hnémeiðsli sem héldu honum lengi frá keppni. Hann gerði sér svo lítið fyrir og vann bæði Opna ástralska og Wimbledon-mótið tímabilið 2017.