ESB opni fyrir umferð utan Schengen 1. júlí

10.06.2020 - 11:17
epa07973988 Easyjet airplanes stand on their parking positions on the tarmac at Schoenefeld Airport (SFX) in Schoenefeld, Germany, during a media tour on 05 November 2019. After roughly 10 months in the making, the new 'Pier 3' section of the airport's Terminal A was reported open and operational; it spreads over 4,000 square meters and is expected to accept both Schengen and Non-Schengen arrivals and departures to and from the German capital.  EPA-EFE/OMER MESSINGER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun mæla með því að ríki sambandsins byrji að opna landamæri sín fyrir umferð utan Schengensvæðisins frá og með 1. júlí. Joseph Borrell, sem fer með utanríkismál framkvæmdastjórnarinnar greindi frá þessu á fréttamannafundi í dag.

AFP fréttaveitan greinir frá og segir Borrell þó segja ákvörðun um þetta liggja hjá þjóðríkjunum sjálfum. Ytri landamærum ESB var lokað í mars til að hamla útbreiðslu kórónuveirunnar og segir Borrell framkvæmdastjórnina nú mæla með því að landamærin verði opnuð hægt og í skrefum.

Ríki Evrópusambandsins hafa þegar hafist handa við að létta á lokunum landamæra innan ESB.

Á fundi sem haldinn var um helgina samþykktu innanríkisráðherrar 27 ríkja sambandsins að hafa samstarf um hvernig opnað yrði fyrir umferð utan Schengensvæðisins. 

Ylfa Johansson, sem fer fyrir innanríkismálum í framkvæmdastjórninni, hefur þó sagt ekki séu öll ríkin sammála þeim skilmálum sem verði að vera til staðar til að landamæri verði opnuð á ný og að sumum liggi meira á en öðrum. Þannig hafi Grikkir, sem reiða sig mikið á ferðamannaiðnaðinn, til að mynda tilkynnt að þeir muni strax 15. júní opna fyrir flug frá fjölda landa, m.a. nokkurra landa utan ESB s.s. Ástralíu, Kína og Suður-Kóreu.
 

 

Anna Sigríður Einarsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi