Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Brasilía birtir á ný upplýsingar um kórónaveirutilfelli

10.06.2020 - 08:21
epa08475063 The President of Brazil Jair Bolsonaro (L) participates in the raising of the national flag, in the Palacio do Alvorada, in Brasilia, Brazil, 09 June 2020. The Brazilian Supreme Court determined that the Government must re-disclose the daily data of the pandemic of the new coronavirus in a consolidated manner, as it had been doing until last Thursday, before adopting a new and controversial methodology, and gave a period of 48 hours to explain that decision.  EPA-EFE/Joedson Alves
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Yfirvöld í Brasilíu hafa nú tekið á ný til við að birta lista yfir kórónuveirusmit og fjölda þeirra sem látist hafa af völdum veirunnar. 

Heilbrigðisráðuneyti landsins tók á laugardag niður vefsíðu þar sem þessar upplýsingar voru birtar, en var svo á þriðjudag skipað af hæstarétti landsins að birta tölurnar. Varð ráðuneytið við þeirri skipan nokkrum klukkustundum síðar.

Brasilía er annað á lista yfir þau ríki heims þar sem flest kórónuveirusmit hafa greinst og í efsta sæti yfir fjölda dauðsfalla á dag. Yfir 700.000 kórónaveirutilfelli hafa greinst í Brasílíu til þessa og fjöldi dauðsfalla er komin yfir 37.000.

Einungis hafa greinst fleiri tilfelli í Bandaríkjunum. 

Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, fullyrti um helgina að vefsíðan hefði aðeins verið tekin niður til að bæta upplýsingagjöf um COVID-19. Heilbrigðisráðuneytið sagði hins vegar að eftir breytinguna yrðu einungis veittar upplýsingar um fjölda tilfella og dauðsfalla fyrir hvern sólarhring fyrir sig. 

Gagnrýnendur stjórnarinnar hafa hins vegar sakað stjórnina um að reyna með því að fela umfang vandans og skipaði hæstaréttardómarinn Alexandre de Moraes ráðuneytinu að setja vefinn upp að fullu á ný, þar sem upplýsingar um COVID-19 útbreiðslu vörðuðu almannaheill.