
Rannsaka andlát manns sem var rænulítill í fangaklefa
Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um alvarlega líkamsárás á Kópaskeri, laugardagskvöldið 28. febrúar. Maður hafi verið stunginn með hnífi í heimahúsi í þorpinu eftir að árásarmaður braut sér leið inn í húsið. Veður var slæmt og vegir ófærir að þorpinu. Á meðan Vegagerðin ruddi leið fyrir lögreglu flutti þyrla Landhelgisgæslunnar sérsveitarmenn frá Ríkislögreglustjóra norður á Kópasker.
Þrennt var handtekið í þorpinu og fórnarlambið flutt með þyrlunni á gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri. Tveimur dögum síðar var greint frá því að maðurinn sem grunaður var um árásina hafi einnig verið fluttur á gjörgæslu eftir að hann fannst rænulítill í fangaklefa á Akureyri. Samkvæmt heimildum fréttastofu var maðurinn svo fluttur á gjörgæsludeild Landspítalans í Reykjavík þar sem hann lést nokkrum dögum síðar.
Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu var gert viðvart og staðfestir Friðrik Smári Björgvinsson héraðssaksóknari að andlát mannsins sé nú á borði embættisins. Friðrik segir að rannsókn sé langt komin, en enn sé beðið eftir niðurstöðu krufningar. Þegar dánarorsök liggur fyrir verði næstu skref ákveðin í rannsókn málsins.
Fórnarlamb árásarinnar var stunginn sex sinnum varð fyrir sex hnífstungum, þar af fjórum sinnum í háls, en var útskrifaður af sjúkrhúsi viku eftir árásina.