Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Opna ytri landamærin hvort sem Schengen opnar eða ekki

09.06.2020 - 18:17
Mynd: Kristinn Þeyr Magnússon / RÚV
Stefnt er að því að opna ytri landamæri Schengen-svæðisins 1. júlí. Frá 20. mars hefur útlendingum, nema ríkisborgurum ESB, EFTA og Bretlands, verið óheimilt að koma til landsins nema vegna brýnna erinda, í samræmi við tilmæli leiðtogaráðs Evrópusambandsins.

Brottfarareftirlit inn á Schengen-svæðið í Keflavík

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að stefnt sé að opnun landamæra Íslands, hvort sem önnur lönd innan svæðisins gera það eður ei.

„Ég hef sent bréf til Schengen, framkvæmdastjórnar ESB, til þess að greina frá þeirri leið sem við getum farið út af okkar sérstöðu sem eyja, um að við gætum viðhaldið eftirliti fyrir Schengen þó að við hleypum aðilum hingað inn og það er það sem við erum að miða að,“ segir Áslaug Arna.

Í því skyni verði komið upp brottfaraeftirliti inn á Schengen-svæðið í Keflavík. 

Viðtal við dómsmálaráðherra má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.