Tryggingargjald Chauvins er 1,25 milljón dalir

08.06.2020 - 23:04
epa08463869 People continue to gather near the intersection of 38th and Chicago in front of the Cup Foods at the spot where George Floyd was arrested and who later died in police custody, in Minneapolis, Minnesota, USA, 03 June 2020. A bystander's video posted online on 25 May, shows George Floyd, 46, pleading with arresting officers that he couldn't breathe as one officer knelt on his neck. The unarmed black man soon became unresponsive, and was later pronounced dead. According to news reports on 29 May, Derek Chauvin, the police officer in the center of the incident has been taken into custody and charged with murder in the George Floyd killing, on 03 June the other three officers on scene were charged with aiding and abetting murder of second degree.  EPA-EFE/CRAIG LASSIG
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Derek Chauvin, sem ákærður hefur verið fyrir að hafa myrt George Floyd með því að þrýsta að hálsi hans í tæpar níu mínútur, kom fyrir dómara í Minneapolis í Bandaríkjunum í dag þar sem upphæð tryggingargjalds hans var kveðin upp,  1.250.000 bandaríkjadalir.

Það jafngildir rúmum 166 milljónum íslenskra króna.

Áður hafði gjaldið verið ákveðið sem ein milljón dala, en saksóknarar í málinu lögðu áherslu á alvarleika málsins og reiði í samfélaginu.

Chauvin, sem var að störfum sem lögreglumaður er hann myrti Floyd, er ákærður fyrir morð af annarri gráðu og manndráp. Þrír lögreglumenn sem voru með honum á vettvangi hafa einnig verið ákærðir.

Floyd var myrtur 25. maí síðastliðinn. Síðan þá hefur fólk komið saman í Bandaríkjunum og víða um heim þar sem misrétti gegn svörtum Bandaríkjamönnum hefur  verið mótmælt. 

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi