Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Íslenska mannflóran

Mynd með færslu
 Mynd:

Íslenska mannflóran

08.06.2020 - 08:32

Höfundar

Chanel Björk Sturludóttir veitir hlustendum innsýn í hugarheim þeirra sem kalla má blandaða Íslendinga og kannar hugmyndir okkar um þjóðerni, kynþætti og fjölmenningu með viðtölum við blandaða Íslendinga og við fræðimenn á ýmsum sviðum í þáttunum Íslenska mannflóran.

Þættirnir Íslenska mannflóran fjalla um fjölbreytileika íslensks samfélags sem líkja mætti við flóru landsins. Þjóðarímynd Íslands hefur lengi einkennst af einsleitni en samfélagið hefur breyst töluvert síðustu ár með auknum flutningum fólks til Íslands og auknu flæði Íslendinga um heiminn. Íslendingar hafa blandast öðrum þjóðum og íslensk mannflóra er því töluvert fjölbreytilegri nú en áður. 

Hægt er að hlusta á þættina hér fyrir neðan eða á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

En hvaðan ertu?

Mynd:  / 

Í þessum fyrsta þætti af sex veltum við fyrir okkur spurningunni „Hvaðan ertu?“ og því hvernig fólk af blönduðum uppruna svarar henni. Hvernig svörum við ef fjölskyldusaga okkar er ekki einföld og teygir jafnvel anga sína víðs vegar um heiminn? Er það fæðingarstaður okkar sem segir til um hvaðan við erum? Eða vegabréfið okkar? Í þessum þætti leitar Chanel Björk svara við þessum spurningum með viðtölum við blandaða Íslendinga og Guðmund Hálfdánarson, sagnfræðing. Viðmælendur eru: Aldís Amah Hamilton, Davíð Katrínarson og Ragnhildur Melot.

En hvaðan ertu? – annar hluti

Mynd:  / 

Í þessum þætti heldur Chanel Björk áfram að skoða hugtök eins og þjóðerni og uppruna með viðtölum við blandaða Íslendinga og einnig fræðimenn á ýmsum sviðum, en nú frá sálfræðilegu sjónarhorni. Hefur þjóðerni áhrif á sköpun sjálfsímyndar - bæði hvað varðar eigið álit á sjálfið og einnig stöðu innan samfélags. Hvaða áhrif hefur það á sköpun sjálfsímyndar að tilheyra fleiri en einum menningarheimum? Er fólk sem tilheyrir tveimur ólíkum menningarheimum með sterkari sjálfsímynd? Eða leiðir togstreita milli menningarheima til skekkju í sjálfsímyndinni? Í þessum þætti leitar

Chanel Björk leitar svara við þessum spurningum með viðtölum við blandaða Íslendinga auk viðtala við sálfræðingana Rannveigu Sigurvinsdóttur og Fanny Gyberg. Viðmælendur eru: Sigurður Andrean Sigurgeirsson, Unnsteinn Manuel Stefánsson og Diana Rós Breckmann Jónatansdóttir.

Hverjir eru Íslendingar?

Mynd:  / 

Í þættinum spyr Chanel Björk: Hverjir eru Íslendingar og hvernig líta þeir út? Hver er tengingin milli þjóðernis og útlits? Hún ræðir við Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, Kristínu Loftsdóttur mannfræðing og Sönnu Magdalenu Mörtudóttur borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins um uppruna Íslendinga og kynþáttahyggju á Íslandi.4. Má ég snerta hárið á þér?

Í þættinum fáum við að kynnast því hvernig er að vera af blönduðum uppruna á Íslandi hvað hárgerð varðar, aðallega hár fólks af afrískum, suðuramerískum eða karabískum uppruna, afróhár. Chanel Björk tók tali þrjár stelpur af blönduðum uppruna sem hafa allar afróhár. Þær spjölluðu saman um þemalag þáttarins, Don't touch my hair með Solange, um hárið á sér og fegurðarstaðalímyndir samfélagsins. Viðmælendur eru: Sunna Sasha Larosiliere, Indy Alda Saouda Yansane og Kanema Erna Mashinkila.

Má ég snerta hárið þitt?

Mynd:  / 

Í þættinum fáum við að kynnast því hvernig er að vera af blönduðum uppruna á Íslandi hvað hárgerð varðar, aðallega hár fólks af afrískum, suðuramerískum eða karabískum uppruna, afróhár. Chanel Björk tók tali þrjár stelpur af blönduðum uppruna sem hafa allar afróhár. Þær spjölluðu saman um þemalag þáttarins, Don't touch my hair með Solange, um hárið á sér og fegurðarstaðalímyndir samfélagsins. Viðmælendur eru: Sunna Sasha Larosiliere, Indy Alda Saouda Yansane og Kanema Erna Mashinkila.

Talarðu íslensku?

Mynd:  / 

Hvernig hefur tungumál áhrif á upplifun fólks á fjölbreytileika samfélagsins? Á Íslandi er fjölmenning og tölur sýna að fólki af erlendum uppruna fer fjölgandi. Er nóg að tala íslensku til að teljast Íslendingur? Hafa heitin „innflytjandi“ og „manneskja af erlendum uppruna“ áhrif á það hvort fólk er álitið Íslendingar?

Viðmælendur eru Anton Örn Karlsson, deildarstjóri hjá Hagstofu Íslands, Ari Páll Kristinsson, rannsóknarprófessor hjá Árnastofnun, Miriam Petra Ómarsdóttir Awad og María Thelma Smáradóttir.

Hvað ber framtíðin í skauti sér?

Mynd:  / 

Hvaða þýðingu hefur fjölmenningarþróunin fyrir íslenskt samfélag? Hvernig sjáum við hana fyrir okkur? Í lokaþættinum veltum við fyrir okkur hvað framtíðin ber í skauti sér. Síðustu ár hefur íslenskt samfélag gengið í gegnum miklar breytingar samfara því að aldrei hafa fleiri flutt til landsins. Chanel Björk ræðir við Elizu Reid forsetafrú, sem er einmitt af erlendum uppruna, um fjölmenningarsamfélagið á Íslandi og framtíðina. Auk þess ræðir hún við viðmælendur sína úr öðrum þáttum um það hvernig þau sjá fjölmenningarþróunina á Íslandi fyrir sér. Viðmælendur eru: Sanna Magdalena Mörtudóttir, Unnsteinn Manuel Stefánsson, Aldís Amah Hamilton og Sigurður Andrean Sigurgeirsson.