Febrúar - About Time

Mynd: Anna Maggý / Febrúar

Febrúar - About Time

08.06.2020 - 14:51

Höfundar

Febrúar er listamannsnafn tónlistarkonunnar Bryndísar Jónatansdóttur sem gaf út fyrstu skífu sína á dögunum. About Time er 13 laga plata með frumsömdu efni.

Platan About Time frá Febrúar inniheldur 13 lög og er búin að vera í vinnslu í þrjú ár. Áður hafði hún gefið út þrjú stök lög sem nálgast má á flestum streymisveitum. Bryndís Jónatansdóttir hefur samið tónlist frá unga aldri en er fyrst núna að gefa út sína fyrstu breiðskífu og það hafði áhrif á að nafnið About Time var valið á gripinn.

Bryndís samdi öll lög og texta á plötunni fyrir utan eitt, Engines Dead, en þann texta sömdu Bryndís og Ewa Marcinek saman. Upptökustjórn og hljóðblöndun var að mestu leyti í höndum Daða Birgissonar, fyrir utan að í laginu Engines Dead sá Andri Ólafsson um upptökustjórn og Kristinn Evertsson annaðist hljóðblöndun. Friðfinnur Oculus Sigurðsson sá um loka hljóðjöfnun á plötunni.

About Time, fyrsta plata Bryndísar Jónatansdóttur eða Febrúar, er plata vikunnar á Rás 2. Þú getur hlustað á plötuna í heild sinni ásamt kynningum Bryndísar í spilara hér að ofan.

Februar - About Time