Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Stúlkur í sjálfheldu í klettabelti í Kjósaskarði

06.06.2020 - 15:57
Mynd með færslu
 Mynd: Björgvin Kolbeinsson - RÚV
Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu aðstoða nú tvær ungar stúlkur sem eru í sjálfheldu í klettabelti í Kjósarskarði. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við fréttastofu að nægur mannskapur sé kominn á staðinn og byrjað sé að slaka annarri stúlkunni niður.

Alls eru þrjú í vanda stödd í fjallinum, því samferðamaður stúlknanna þarf einnig aðstoð að halda. 

Útkallið barst um tvöleytið í dag og var fyrsti björgunarsveitarmaðurinn kominn á vettvang um þrjúleytið. 

Björgunaraðgerðir gengu brösuglega í fyrstu, en svæðið sem fólkið er á er bratt og er mikið þar af lausu grjóti. Nú er hins vegar búið var að setja upp búnað sem tryggja á öryggi fólksins á niðurleið.
 

Anna Sigríður Einarsdóttir