Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Handtekinn vegna fasteignakaupa Vatíkansins

06.06.2020 - 14:20
epa06107581 One of the fountains of St. Peter's Square closed by the Holy See to cope with the water saving caused by the drought that is affecting the city of Rome and the surrounding areas of the capital, Rome, Italy, 24 July 2017.  EPA/ALESSANDRO
Skrúfað hefur verið fyrir alla vatnspósta í Vatikaninu, sem guðsmenn, gestir og gangandi geta nýtt til að svala þorstanum þegar árferði er með eðlilegum hætti.  Mynd: EPA
Lögregla Vatíkansins hefur handtekið ítalskan kaupsýslumann, sem aðstoðaði starfsmenn aðalskrifstofu Vatíkansins við kaup á lúxusfjölbýlishúsi í London.

BBC greinir frá og segir manninn, Gianluigi Torzi, vera sakaðan um fjárkúgun, mútur , svik og peningaþvætti í tengslum við kaupinn á húsnæðinu sem kostaði 160 milljónir punda, eða hátt í 27 milljarða króna.

Fasteignakaupin, sem áttu sér stað árið 2018, eru nú til rannsóknar og er Torzi  í varðhaldi í Vatíkaninu. Hann á yfir höfði sér allt að 12 ára fangelsisdóm, verði hann fundinn sekur.

Fjölbýlishúsið er í Chelsea, sem er með dýrari hverfum í London, og var keypt af aðalskrifstofu Vatíkansins fyrir peninga kirkjunnar. Verðið er hins vegar nú sagt hafa verið blásið upp.

Það var í október á síðasta ári sem lögregla gerði húsleit á aðalskrifstofunni og lagði hald á skjöl og tölvur. Fimm starfsmenn skrifstofunnar, sem hefur yfirumsjón með fjármunum og pólitísku starfi Vatíkansins, voru látnir víkja og gerðir brottrækir úr Vatíkaninu.

Frans páfi hefur gefið í skyn brögð hafi verið í tafli við að minnsta kosti hluta fasteignaviðskiptanna.

Aðalskrifstofan hefur yfirumsjón með milljónum dollara sem kaþólikkar víðsvegar um heim gefa Vatíkaninu ár hvert.