Um 700 jarðskjálftar hafa verið staðsettir í nágrenni Grindavíkur síðan vísbendingar bárust í síðustu viku um að land sé farið að rísa á ný á svæðinu. Vísindaráð Almannavarna kemur saman miðvikudaginn 10. júní til að fara yfir gögn og leggja mat á stöðuna.