Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Almannavarnir funda vegna aukinnar jarðskjálftavirkni

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Um 700 jarðskjálftar hafa verið staðsettir í nágrenni Grindavíkur síðan vísbendingar bárust í síðustu viku um að land sé farið að rísa á ný á svæðinu. Vísindaráð Almannavarna kemur saman miðvikudaginn 10. júní til að fara yfir gögn og leggja mat á stöðuna.

Landris hafði ekki mælst síðan um miðjan apríl, sem benti til þess að kvikuinnflæði á svæðinu væri lokið í bili. Enn var þó virkni á svæðinu og vísindamenn með varann á sér vegna möguleikans að jörð færi að rísa á ný.

Eftir að hrinan hófst að nýju hafa stærstu skjálftarnir mæst 2,7 að stærð, 30. maí og 2. júní. Óvissustig vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga er enn í gildi hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra.