Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Strætó afnemur fjöldatakmarkanir og fjarlægðarmörk

05.06.2020 - 10:01
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson
Framdyr strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu verða aðgengilegar farþegum á nýjan leik eftir helgi, mánudaginn 8 júní. Svæði inn í strætisvögnum verður því ekki lengur skipt í tvennt og engar fjöldatakmarkanir verða í gildi.

Vagnarnir hafa verið tvískiptir frá því kórónuveiran tók að dreifast hér á landi í lok mars. Var farþegum þá gert að nota einungis aftari dyr vagna til að ganga um borð til þess að aðskilja vagnstjóra og farþega. 

Frá og með mánudeginum verða engar fjöldatakmarkanir eða fjarlægðarmörk í gildi um borð í Strætó. Hins vegar eru fremstu, stöku sætin um borð í vögnunum sérstaklega ætluð þeim farþegum sem kjósa að halda frekari fjarlægð við aðra farþega.