Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur undirritað auglýsingu um stækkun friðlýsingar fólkvangsins Hliðs á Álftanesi. Með stækkuninni er landsvæði þar sem áður var gert ráð fyrir byggingarlóðum orðið hluti fólkvangsins.
Hlið var upphaflega friðlýst sem fólkvangur árið 2002. Markmið friðlýsingarinnar er að tryggja landsvæði til útivistar og almenningsnota.
Undirritunin fór fram í gær að Hliði að viðstöddum bæjarstjóra og fulltrúum bæjarstjórnar Garðabæjar, starfsfólki sveitarfélagsins, ráðuneytisins og Umhverfisstofnunar.