Land eignarnumið undir hitaveiturör en ekki ljósleiðara

05.06.2020 - 14:06
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
RARIK hefur fengið heimild til að taka land eignarnámi á tveimur jörðum í Hornafirði. Landeigendur neituðu fyrirtækinu um leyfi til að grafa hitaveiturör þar í jörðu meðfram vegi, en það er nauðsynlegt til að hitaveituvæða Höfn í Hornafirði og Nesjahverfi.

Eigandi annarrar jarðarinnar sagði í fréttum RÚV í maí að RARIK hefði ekki sýnt vilja til að semja; aðeins boðið staðlað gjald fyrir landnot. RARIK sá enga aðra leið færa en að óska eftir eignarnámi sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið samþykkti og er málið komið til matsnefndar eignarnámsbóta. Í sama skurð vill sveitarfélagið Hornafjörður leggja ljósleiðara en athygli vekur að eignarnámið felur ekki í sér að nýta megi skurðinn undir slíkt. Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri segir að reynt verði að ná samningum við landeigendur en takist það ekki sé sveitarfélagið tilbúið að sneiða fram hjá annarri jörðinni með ljósleiðarann.

runarsr's picture
Rúnar Snær Reynisson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi