RÚV okkar allra
Hér upplýsum við um starfsemina, bjóðum upp á samtal og svörum spurningum þínum

Barnalæsing í Spilara RÚV

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Í Spilara RÚV má nú finna barnalæsingu sem má nota til að gera efnið bannað börnum undir ákveðnum aldri. Þegar dagskrárefni er valið sem þykir ekki við hæfi barna undir ákveðnum aldri birtast skilaboð þess efnis í Spilaranum áður en dagskrárliður byrjar að spilast.

Til að setja á barnalæsingu í Spilaranum má smella á Barnalæsing sem finna má efst í hægra horni vefsíðunnar. 

Ef barnalæsing er óvirk birtist eftirfarandi gluggi þegar að efni er valið í Spilaranum. Þarna má einnig setja inn stillingar fyrir barnalæsingu í Spilaranum.

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
BBC þáttaröðin Paula er greinilega ansi gróf

Barnalæsing er sett á með eftirfarandi hætti:

Velja þann aldurshóp sem á að leyfa

  • Allir – Þá þarf að slá inn PIN númer fyrir allt efni í spilara RÚV.
  • 12+ - Þá þarf að slá inn PIN númer fyrir allt efni sem er bannað börnum yngri en 12 ára.
  • 16+ - Þá þarf að slá inn PIN númer fyrir allt efni sem er bannað börnum yngri en 16 ára.
Mynd með færslu
 Mynd:
Þarna er boðið upp á þrjá valmöguleika

Þegar aldurshópurinn er valinn þá þarf að velja PIN númer. Þetta PIN númer þarf síðan að slá inn til að geta horft á læst efni.

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Hér má setja fjögurra stafa pin númer

Þegar PIN númer er slegið inn þá er hægt að hefja afspilun á dagskrárefninu.

Til að afvirkja barnalæsingu þarf að velja Barnalæsing efst í hægra horninu.

Þvínæst þarf að slá inn PIN númer og þá afvirkjast barnalæsingin.

05.06.2020 kl.19:30
orrifr's picture
Orri Freyr Rúnarsson
Birt undir: Í umræðunni