Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Sendi Suður-Kóreumönnum tóninn

04.06.2020 - 08:38
epa07029679 Kim Yo-jong (L, front), North Korean leader's sister and Vice Director of the Propaganda and Agitation Department of the Workers' Party of Korea, makes her way before South Korean president Moon Jae-in (C) and North Korean leader Kim Jong-un (R) prior to their meeting at the Labor Party Office in Pyongyang, North Korea, 18 September 2018. The third Inter-Korean summit takes place from 18 to 20 September in Pyongyang between South Korean President Moon Jae-in and North Korean leader Kim Jong-un.  EPA-EFE/PYONGYANG PRESS CORPS / POOL
Kim Yo-jong. Mynd: EPA-EFE - PYONGYANG PRESS CORPS POOL
Kim Yo Jong, systir Kims Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, sendi Suður-Kóreumönnum tóninn í harðorðri yfirlýsingu sem lesin var  í ríkisfjölmiðli landsins í nótt.

Þar hótaði hún aðgerðum kæmu stjórnvöld í Seoul ekki í veg fyrir útbreiðslu dreifirita yfir landamærin til norðurs, en flóttamenn frá Norður-Kóreu og aðgerðarinnar hafa sent litla loftbelgi yfir landamærin með bæklinga og rit í óþökk ráðamanna í Pjongjang.

Kim Yo Jong hótaði því í yfirlýsingu sinni að hernaðarsamningi Kóreuríkjanna frá 2018 yrði rift og að skrifstofu um samstarf ríkjanna yrði lokað til frambúðar, enn fremur að iðnaðarsvæðinu í Kaesong í Norður-Kóreu yrði lokað, en þar hafa suðurkóresk fyrir tæki nýtt vinnuafl frá Norður-Kóreu við margvíslega framleiðslu.

Talsvert hefur borið á Kim Yo Jong undanfarin tvö ár og telja margir hana hægri hönd bróður síns, en formlega gegnir hún embætti varaformanns í miðstjórn Verkamannaflokksins í Norður-Kóreu.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV