Kim Yo-jong. Mynd: EPA-EFE - PYONGYANG PRESS CORPS POOL
Kim Yo Jong, systir Kims Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, sendi Suður-Kóreumönnum tóninn í harðorðri yfirlýsingu sem lesin var í ríkisfjölmiðli landsins í nótt.
Þar hótaði hún aðgerðum kæmu stjórnvöld í Seoul ekki í veg fyrir útbreiðslu dreifirita yfir landamærin til norðurs, en flóttamenn frá Norður-Kóreu og aðgerðarinnar hafa sent litla loftbelgi yfir landamærin með bæklinga og rit í óþökk ráðamanna í Pjongjang.
Kim Yo Jong hótaði því í yfirlýsingu sinni að hernaðarsamningi Kóreuríkjanna frá 2018 yrði rift og að skrifstofu um samstarf ríkjanna yrði lokað til frambúðar, enn fremur að iðnaðarsvæðinu í Kaesong í Norður-Kóreu yrði lokað, en þar hafa suðurkóresk fyrir tæki nýtt vinnuafl frá Norður-Kóreu við margvíslega framleiðslu.
Talsvert hefur borið á Kim Yo Jong undanfarin tvö ár og telja margir hana hægri hönd bróður síns, en formlega gegnir hún embætti varaformanns í miðstjórn Verkamannaflokksins í Norður-Kóreu.