Segir Íslendinga þurfa að horfast í augu við fordóma

04.06.2020 - 11:08
Mynd: RÚV / RÚV
Chanel Björk Sturludóttir segir að kynþáttafordómar séu til á Íslandi og Íslendingar þurfi að horfast í augu við það. Hún lýsti upplifun sinni af fordómum í Morgunútvarpinu á Rás 2.

Chanel Björk var umsjónarmaður þáttanna Íslenska mannflóran á Rás 1, þar sem fjallað var um fjölbreytni íslensks samfélags. Hún segist telja að það sé munur á því að alast upp sem blönduð manneskja á Íslandi í dag og áður. „Maður er ekki lengur jafnmikill minnihluti,“ segir hún.

En Íslendingar þurfi samt að opna augun fyrir því að kynþáttafordómar séu til hér. Ástæðan fyrir því að Íslendingar hugsi að kynþáttafordómar séu ekki til á Íslandi sé að fólk haldi að það teljist bara kynþáttafordómar þegar ofbeldi er beitt eða niðrandi orð notuð um þá sem eru dökkir á hörund. En fordómarnir séu í raun kerfisbundnir og þrífist víðsvegar um heim, sérstaklega á Vesturlöndum, segir Chanel.

tryggvia's picture
Tryggvi Aðalbjörnsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi