Líbía: Samþykkja viðræður um vopnahlé

04.06.2020 - 08:50
epa07489298 Vehicles and militants, reportedly from the Misrata militia, gather to join Tripoli forces, in Tripoli, Libya, 06 April 2019. According to reports, commander of the Libyan National Army (LNA) Khalifa Haftar ordered Libyan forces loyal to him to take the capital Tripoli, held by a UN-backed unity government, sparking fears of further escalation in the country.  EPA-EFE/STRINGER
Hermenn úr sveitum stjórnarliða í Líbíu. Mynd: EPA-EFE - EPA
Stríðandi fylkingar í Líbíu hafa fallist á að hefja á ný viðræður um vopnahlé. Stephane Dujarric, talsmaður Sameinuðu þjóðanna, greindi frá þessu í gær.

Viðræður um vopnahlé runnu út í sandinn í febrúar þegar stríðsherrann Khalifa Haftar hóf á ný árásir á höfuðborgina Trípólí þar sem sveitir alþjóðlega viðurkenndra stjórnvalda sitja.

Sveitir stjórnarliða hafa á undanförnum vikum snúið vörn í sókn og í gær tilkynntu ráðamenn í Trípólí að þær hefðu endurheimt flugvöll borgarinnar, sem hefur verið ónothæfur síðan 2014.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi