Yfirvöld höfða mál gegn lögreglunni í Minneapolis

03.06.2020 - 04:34
epa08461631 Thousands of protesters turn out for a sit in at the State capitol, more than a week after George Floyd's death while under arrest, in St Paul, Minnesota, USA, 02 June 2020. A bystander's video posted online on 25 May, shows George Floyd, 46, pleading with arresting officers that he couldn't breathe as one officer knelt on his neck. The unarmed black man soon became unresponsive, and was later pronounced dead. According to news reports on 29 May, Derek Chauvin, the police officer in the center of the incident has been taken into custody and charged with murder in the George Floyd killing.  EPA-EFE/CRAIG LASSIG
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Stjórnvöld í Minnesotaríki Bandaríkjanna ákváðu í gær að höfða mál gegn lögreglunni í Minneapolis vegna láts blökkumannsins George Floyd. Rannsaka á hvort lögreglan beiti kerfisbundinni mismunun í aðgerðum sínum. Ríkisstjórinn Tim Walz og mannréttindaráð Minnesota greindu frá þessu á blaðamannafundi í gærkvöld. 

Floyd lét lífið í síðustu viku eftir að lögreglumaður sat með annað hnéið sitt á hálsi hans í um níu mínútur. Myndband af atvikinu vakti mikla reiði í Bandaríkjunum, og víðar um heim, og hafa mótmæli breiðst út um landið. Hundruð þúsunda hafa mótmælt aðgerðum lögreglunnar. Mótmælin í gærkvöld fóru að mestu friðsamlega fram. Víða var lagt á útgöngubann um kvöldmatarleytið í gærkvöld. Mótmælendur héldu friðsömum mótmælum áfram eftir útgöngubannið, til að mynda í New York. Þúsundir komu saman við Hvíta húsið og létu í sér heyra. Einn mótmælendanna klifraði upp í ljósastaur og byrjaði að munda við að taka niður götuskilti, þegar aðrir mótmælendur bauluðu á hann.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi