Ísrael prófar nýjar skotflaugar

03.06.2020 - 04:56
epa08455690 Israeli Prime Minister Benjamin Netanyahu wears a mask as he looks on during the weekly cabinet meeting in Jerusalem, 31 May 2020.  EPA-EFE/RONEN ZVULUN / POOL
 Mynd: EPA-EFE - REUTERS POOL
Tvær tilraunir með nýja skotflaug voru gerðar í Ísrael. Báðar tilraunirnar voru vel heppnaðar að sögn flugiðnaðarstofnunar ríkisins. Önnur flaugin fór um 90 kílómetra og hin um 400 kílómetra. Í báðum tilfellum hæfðu flaugarnar skotmörk sín af mikilli nákvæmni, hefur AFP eftir yfirlýsingu stofnunarinnar.

Forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu sagði tilraunirnar sýna að þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn sé stjórnvöldum umhugað um öryggi Ísraelsmanna. Ekki var greint frá því hvenær tilraunin var gerð, aðeins að hún hafi verið gerð samhliða faraldrinum. 

Ísrael á í erjum við bæði Íran og Hezbollah-samtökin í Líbanon. Netanyahu hefur ítrekað sakað Írani um að leitast eftir því að ógna Ísrael með áframhaldandi veru sinni í Sýrlandi. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi