Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Óttast faraldur í flóttamannabúðum

02.06.2020 - 09:12
epa06670447 (FILE) - An over view of the extended camps for the newly arrived Rohingya refugees at Kutupalong in UKhiya, Cox's Bazar, Bangladesh, 12 February 2018, (reissued 15 April 2018). Media reports on 15 April 2018 state that Myanmar has repatriated the first family of Rohingya refugees from Bangladesh.  EPA-EFE/ABIR ABDULLAH
Hluti af Kutupalong-flóttamannabúðunum í Cox´s Bazar í Bangladess. Mynd: EPA-EFE - EPA
Óttast er að kórónuveiran breiðist út í flóttamannabúðum Róhingja í Bangladess eftir að staðfest var að maður sem lést þar um helgina hefði verið með COVID-19.

Hinn látni var í  Kutupalong, stærstu flóttamannabúðunum í Cox's Bazar í suðurhluta Bangladess, en þar dvelja um 600.000 Róhingjar.

Fleiri en 740.000 Róhingjar flýðu ofsóknir í Mjanmar til Bangladess árið 2017, en þar voru fyrir ríflega 200.000 Róhingjar sem áður höfðu flúið þangað.

Yfirvöld í Bangladess fyrirskipuðu útgöngubann í Cox's Bazar í apríl. Í síðustu viku voru 15.000 flóttamenn settir í sóttkví til að reyna að takmarka útbreiðslu veirunnar, en tilfellum hefur fjölgað hratt undanfarnar vikur.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV