Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Mannskaðaveður í Mið-Ameríku

02.06.2020 - 10:43
epa08456838 A person tries to cross a flooded street in the wake of Hurricane Amanda in San Salvador, El Salvador, 31 May 2020. Intense rains generated by Hurricane Amanda in El Salvador on 31 May caused the death of at least nine people, and the destruction of 50 homes in the capital of the Central American country, authorities reported.  EPA-EFE/Rodrigo Sura
Mikið vatn rann um götur San Salvador þegar óveðrið gekk þar yfir. Mynd: EPA-EFE - EFE
Að minnsta kosti tuttugu fórust þegar óveðurslægðin Amanda gekk yfir Mið-Ameríku um helgina.

Mest varð manntjónið í El Salvador þar sem fimmtán fórust, en sjö er enn saknað. Þrír fórust í Hondúras og tveir í Gvatemala.

Gríðarleg úrkoma fylgdi óveðrinu og haft var eftir Nayib Bukele, forseta El Salvador, að rignt hefði sem svaraði um tíu prósentum af árlegri meðalúrkomu.

Lægðin var í gærkvöld við vestanverðan Yucatanskaga, en búist er við að hún færist í aukana á ný.

 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV