Á botni laugarinnar í sjö mínútur áður en hann fannst

02.06.2020 - 18:56
Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Eldri karlmaður, sem lést við sundiðkun í Sundhöll Selfoss í gær, hafði verið á botni laugarinnar í sjö mínútur þegar hann fannst. Tíu ára gamlir sundlaugargestir urðu varir við manninn en slysið gerðist á vaktaskiptatíma sundlaugavarða. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Andlát mannsins er rannsakað sem slys, að sögn Odds Árnasonar, yfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Lögregla og sjúkralið voru send á vettvang og byggingin rýmd en lífgunartilraunir báru ekki árangur.

Bragi Bjarnason, deildarstjóri frístunda- og menningardeildar Árborgar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 það vera í forgangi að komast að því hvers vegna fór sem fór. Fimm sundlaugarverðir séu í húsinu hverju sinni sem skipta um svæði á hálftíma fresti. Slysið hafi gerst í kringum vaktaskipti.

ingvarthor's picture
Ingvar Þór Björnsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi