Segjast svara Trump í sömu mynt

01.06.2020 - 09:15
epa08453621 A protester carries a doll of U.S. President Donald Trump hooked up to a bottle of bleach during a rally outside the U.S. Consulate General in Hong Kong, China, 30 May 2020. The protesters condemned the U.S. for inference in China's internal affairs after Trump has said his government would begin eliminating special policy exemptions it granted to Hong Kong, following its earlier statement that the city was 'no longer autonomous' from mainland China.  EPA-EFE/JEROME FAVRE
Mótmælt var við sendiráð Bandaríkjanna í Hong Kong í gær. Mynd: EPA-EFE - EPA
Kínversk stjórnvöld hótuðu í dag að svara í sömu mynt eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti kvaðst myndu banna námsvist sumra kínverskra námsmanna í Bandaríkjunum og binda enda á hagstæð viðskiptakjör Hong Kong.

Trump sagði á fimmtudag að Kínverjar hefðu dregið úr sjálfsstjórnarvaldi Hong Kong og því ættu fyrri vilyrði ekki lengur við. Að auki lýsti hann áhyggjum af njósnum námsmanna.

Talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins svaraði Trump í dag. Hann sagði að öllum orðum og gjörðum sem sköðuðu Kínverja yrði svarað með samskonar árásum af hálfu Kínverja. Talsmaðurinn sagði að orð Bandaríkjaforseta væru afskipti af kínverskum innanríkismálum og skaðleg samskiptum Kína og Bandaríkjanna. Kínverska þingið samþykkti á fimmtudag lög sem draga úr sjálfsstjórn Hong Kong.
 

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi