Manns saknað við Laxá í Aðaldal

01.06.2020 - 02:29
Mynd með færslu
 Mynd: Vilhjálmur Þór Guðmundsson - RÚV
Laust fyrir miðnætti barst lögreglunni á Norðurlandi eystra tilkynning um að fullorðins manns væri saknað við Laxá í Aðaldal.

Maðurinn mun hafa verið við veiðar í dag. Hann hafði svo ekki skilað sér til baka að veiðitíma loknum eftir kl. 22:00.

Strax var leitað aðstoðar björgunarsveita úr nágrenninu og síðar fengnar björgunarsveitir úr Eyjafirði og austan af landi sem hafa sérhæfðan búnað.

Aðstoðar Landhelgisgæslunnar var óskað sem sendi þyrlu norður, sem er á leið þangað.

Leit verður haldið áfram í nótt.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi