Liverpool minntust George Floyd á æfingu

Mynd með færslu
 Mynd: Twitter

Liverpool minntust George Floyd á æfingu

01.06.2020 - 19:46
Líklegir Englandsmeistarar Liverpool minntust Bandaríkjamannsins George Floyd á æfingu í dag og sýndu þannig baráttunni gegn kynþáttamisrétti #BlackLivesMatter stuðning.

George Floyd lést af í höndum lögreglu í síðustu viku og síðan þá hafa miklar óeirðir geisað víða um Bandaríkin þar sem fólk krefst réttlætis fyrir Floyd og aðra þeldökka sem hafa dáið af völdum lögreglu þar í landi. Meðal íþróttastjarna sem hafa tjáð sig um málið eru körfuboltagoðsögnin Michael Jordan og Formúlu 1 ökuþórinn Lewis Hamilton.

Myndbandi var tíst á Twitter síðu Liverpool sem sýnir leikmennina krjúpa á hné sem virðingarvott við Floyd. Það er þekkt í Bandaríkjunum til að vekja athygli á málum þeldökkra þar í landi og þeirri kúgun, ofbeldi og misrétti sem þau hafa þurft að þola.