Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Læknir fjölskyldu Floyd segir hann hafa kafnað

01.06.2020 - 21:54
epa08458858 George Floyd's brother Philonise Floyd (white t-shirt) joins protesters as they gather near the intersection of 38th and Chicago in front of the Cup Foods at the spot where George Floyd was arrested on the seventh day of protests over the arrest of George Floyd, who later died in police custody, in Minneapolis, Minnesota, USA, 01 Junes 2020. A bystander's video posted online on 25 May, appeared to show George Floyd, 46, pleading with arresting officers that he couldn't breathe as an officer knelt on his neck. The unarmed black man later died in police custody.  EPA-EFE/TANNEN MAURY
Bróðir Floyd með mótmælendum í dag á þeim stað þar sem hann lést í haldi lögreglu síðasta mánudag.  Mynd: EPA-EFE - EPA
Krufning læknis á vegum fjölskyldu Bandaríkjamannsins George Floyd leiddi í ljós að dánarorsök hans væri köfnun vegna þrýstings. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá þessu í kvöld. Í bráðabirgðakrufningarskýrslu bandarískra yfirvalda segir aftur á móti að möguleg dánarorsök geti verið blanda af harðneskjulegri meðferð lögreglunnar, hjartveiki Floyds og hugsanleg vímuefnaneysla.

Floyd lést í Minneapolis síðasta mánudag eftir að lögreglumaðurinn Derek Chauvin þýsti fæti sínum að hálsi hans við handtöku. Lögreglumaðurinn hætti ekki þó að Floyd segðist ekki geta andað. Andlátið varð til þess að alda mótmæla ríður nú yfir Bandaríkin, þar sem kynþáttamismunun og lögregluofbeldi er mótmælt. 

Chauvin var handtekinn skömmu eftir að hann varð Floyd að bana og átti að koma fyrir rétt í dag en fyrirtöku í máli hans var frestað um viku og er algengt að slíkt sé gert í dómskerfinu í Minnneapolis. Hann er ákærður fyrir að hafa orðið Floyd að bana á mánudag. Stefnt er að því að Chauvin mæti fyrir rétt á mánudag í næstu viku. 

Útgöngubann var í um fjörutíu borgum í Bandaríkjunum í nótt vegna mótmælanna í kjölfar andláts Floyd. Mótmælt hefur verið um nær allt landið og hefur þjóðvarðliðið verið kallað út í 25 ríkjum, meðal annars í höfuðborginni Washington.