Tveir lögreglumenn sviptir frelsi í útkalli

31.05.2020 - 19:55
Mynd birt með leyfi Hringbrautar
 Mynd: Hringbraut
Ráðist var á tvo lögreglumenn og þeir sviptir frelsi í útkalli á Völlunum í Hafnarfirði um síðustu helgi. Annar þeirra rotaðist í átökunum en báðir voru fluttir á slysadeild. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur, segir í samtali við fréttastofu Stöðvar 2, að útkallið hafi verið saklaus tilkynning um samkæmishávaða í heimahúsi. Eftir að hafa verið sviptir frelsi og komist út úr húsinu hafi lögreglumönnunum tekist að kalla til liðsauka. Tveir hafi þá verið handteknir. Málið er nú til rannsóknar hjá héraðssaksóknara en lögreglumennirnir voru með myndavélar á sér svo upptaka er til af atvikinu.

Arinbjörn segir að lögreglumenn verði nánast vikulega fyrir ofbeldi í störfum sínum. Það hafi mikil áhrrif á þá sem fyrir því verði en dómar í slíkum málum séu oft of vægir. 

solveigk's picture
Sólveig Klara Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi