Einn látinn í mótmælum

31.05.2020 - 05:47
epa08455492 Demonstrators push a burning dumpster at the police during protests over the Minneapolis arrest of George Floyd, who later died in police custody, near the White House in Washington, DC, USA, 30 May 2020. A bystander's video posted online on 25 May, appeared to show George Floyd, 46, pleading with arresting officers that he couldn't breathe as an officer knelt on his neck. The unarmed black man later died in police custody.  EPA-EFE/SHAWN THEW
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Mótmæli hafa skekið Bandaríkin stranda á milli í allt gærkvöld og nótt. Í að minnsta kosti 25 borgum í sextán ríkjum hefur verið gripið til útgöngubanns. Þjóðvarðliðið hefur verið virkjað í um tólf ríkjum og í höfuðborginn Washington.

Í New York var lögreglubifreið ekið í gegnum varnargirðingu og felldi mótmælendur sem stóðu aftan hennar.

Bill de Blasio borgarstjóri segir að lögreglan megi ekki hegða sérmeð þessum hætti en að mótmælendur eigi heldur ekki að ógna lögreglufólki við störf.

Borgarstjórinn kveður útilokað að hann gripi til útgöngubanns í borginni.

Minnst þrjú eru særð og einn látinn meðal mótmælenda í miðborg Indianapolis. Einn lögreglumaður hefur hlotið minniháttar áverka.

Lögregla er enn að rannsaka málavöxtu og hvetur almenning til að halda sig fjarri svæðinu segir Randal Taylor lögreglustjóri.

Lögreglustöðin í Ferguson í Missouri hefur orðið fyrir skemmdum og hún rýmd en í borginni hefur flugeldum verið skotið að lögreglumönnum og múrsteinum, grjóti og flöskum kastað að þeim í umfangsmiklum mótmælum.

Borgarstjóri Ferguson hefur boðað útgöngubann í borginni en mótmæli eru ekki nýlunda þar í borg.

Árið 2014 sauð þar upp úr eftir að lögreglumaður varð átján ára þeldökkum dreng að bana.

 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi