Eftirför endaði með árekstri

Eftirför lögreglu í Safamýri. Myndir frá Láru.
 Mynd: Fréttir
Lögreglan í Reykjavík þurfti að veita ökumanni aflmikillar þýskrar bifreiðar eftirför á tíunda tímanum í kvöld.

Eftirförinni lyktaði með því að bifreiðinni var ekið á tvær aðrar í Safamýri við Háaleitisbraut. Slökkvilið var kallað til með dælubíl tila að hægt væri að hreinsa upp vökva sem lekið úr bifreiðinni á götuna.

Svo vildi til að slökkviliðið þurfti að sinna samskonar erindi í Grafarvogi samtímis. Þar höfðu strætisvagn og slökkvilið skollið saman. 

Engin meiðsl urðu á fólki í þessum óhöppum. 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi