Hiti að 18 stigum á Norðausturlandi

30.05.2020 - 08:05
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson
Þurrt og bjart veður verður um landið norðaustanvert í dag og hiti að 18 stigum að deginum. Sunnan- og vestantil verður að mestu skýjað og dálitlar skúrir og hiti á bilinu sjö til tólf stig. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings í dag.

Þar segir jafnframt að minnkandi sunnanátt verði í dag, víða fimm til tíu metrar á sekúndu síðdegis og enn hægari í kvöld. 

Kólnar á morgun

Hæg suðlæg á morgun og kólnar lítið eitt. Lægðardrag gengur yfir landið með dálítilli rigningu í flestum landshlutum og síðdegis gengur í suðvestan átta til þrettán metrar á sekúndu með skúrum, en léttir til um austanvert landið.

Suðvestan og vestanáttir fram í miðja næstu viku með dálítilli vætu, en léttskýjað austantil.

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi