Nóttin var annasöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ríflega hundrað mál af ýmsu tagi voru skráð síðustu tólf klukkustundirnar. Einkum var um að ræða að fólk kom sér í vanda undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.
Lögregla þurfti að hafa afskipti af nokkrum heimilisofbeldismálum, einnig líkamsárásum, kvörtunum vegna hávaða.
Lögregla þurfti einnig að aðstoða borgara vegna ásigkomulags þeirra og vegna slysa og óhappa af ýmsu tagi.
Tíu voru vistuð í fangaklefum frá klukkan fimm í gærdag og til fimm í nótt.